Efni sem líforkuver á Dysnesi tekur við

Áhættuflokkar aukaafurða dýra er skipt í þrjá flokka

Úrgangurinn sem um ræðir er skipt niður í þrjá áhættuflokka (CAT 1, CAT 2 og CAT 3). Flokkunin byggir á mögulegri sýkingarhættu fyrir menn eða önnur dýr. CAT 1 er hæsti áhættuflokkurinn en úrgangur flokkaður sem CAT 3 hefur minnstu sýkingarhættuna. 


Vert er að benda á að ef afurðir úr þessum flokkum blandast saman ræður hæsti áhættuflokkurinn blöndunnar til um hvernig skuli meðhöndla afurðirnar. 


Frekari upplýsingar um áhættuflokka má finna á vef MAST.

CAT1 er sá flokkur sem mesta hætta er á sýkingarhættu og inniheldur efni sem mikilvægt er að halda frá fæðu- og fóðurkeðjunni. Slíkt efni samanstendur í fyrsta lagi af dýrum eða hlutum dýra sem grunur leikur á um að sé smitað af smitandi heilahrörnun (TSE) eða mengað af bönnuðum efnum. Að auki flokkast sem eftirfarandi sem áhættuflokkur 1:


  • Gæludýr, ásamt dýrum frá dýragörðum og sirkusum
  • Tilraunadýr
  • Vilt dýr sem grunur leikur á að séu smituð af sjúkdómum sem smitast í menn eða dýr
  • Sérstakt áhættuefni (SRM)
  • Dýraafurðir sem innihalda bönnuð efni og viss aukaefni sem eru yfir leyfilegum mörkum
  • Dýraafurðir sem safnað var við meðhöndlun skólps frá starfstöðvum sem vinna efni í áhættuflokki 1 og öðrum fyrirtækjum þar sem sérstakt áhættuefni er fjarlægt.
  • Eldhúsúrgangur frá flutningsfyrirtækjum í alþjóða flutningum

Mikilvægt er að halda því til haga að afurðir úr CAT 1 vinnslu skulu ekki eiga sér farveg aftur inn í fæðukeðjuna, svo sem í formi jarðvegsbætis eða fóðurs, heldur til brennslu sem orkugjafa. Með þessu er hægt að nýta efnið til verðmætasköpunar, í stað þess að eyða orku með því að brenna það í hefðbundinni brennslu.


Næsti áhættuflokkur inniheldur í stuttu máli þær aukaafurðir dýra sem hvorki tilheyra CAT1 né CAT3. Undir þetta falla m.a. Flest sjálfdauð dýr (dýrahræ), önnur en gæludýr. CAT2 er í raun safnflokkur fyrir afurðir sem eru ekki skilgreindar í hina áhættuflokkana. Þetta efni verður alla jafna að meðhöndla með þrýstisæfingu eða brennslu, en það má einnig nýta sem eldsneyti með eða án undangenginnar vinnslu, auk þess sem hægt er að nýta það til framleiðslu á lífgasi og að vissu marki einnig til framleiðslu á lífrænum úrgangi eða jarðvegsbæti að undangenginni forvinnslu.


Efni í þessum flokki inniheldur m.a. 


  • Húsdýraúrgang og innihald meltingarvegar
  • Dýravefur sem safnað er við meðhöndlun skólps frá öðrum sláturhúsum en þeim sem fjarlægja sérstakt áhættuefni eða hjá vinnslustöðvum fyrir efni í flokki 2
  • Aukaafurðir dýra sem innihalda lyfjaleifar eða mengandi efni sem er yfir leyfilegum mörkum
  • Dýraafurðir sem eru lýstar óhæfar til manneldis vegna innihalds aðskotaefna
  • Dýraafurðir, að undanskildum efnum í áhættuflokki 1, sem eru innfluttar frá þriðju ríkjum og sem uppfylla ekki dýralæknakröfur fyrir innflutning
  • Dýr og hlutar dýra sem deyja á annan hátt en við slátrun til manneldis, þ.á.m. dýr sem eru aflífum til að útrýma smitsjúkdómum
  • Vörur skilgreindar sem óhæfar til manneldis á grundvelli aðskotaefna

Efni í flokki 3 er talið efni sem telst bera litla áhættu og er aðeins hægt að nota hluta þess í fæðukeðjunni sem fóður fyrir dýr sem framleiða matvæli. Flokkurinn inniheldur í grunninn dýr eða hluta dýra sem teljast hæf til manneldis en sem af viðskiptalegum ástæðum á ekki að nýta til manneldis. 


Að auki flokkast eftirfarandi sem áhættuflokkur 3:


  • Hlutar slátraðra dýra sem teljast óhæfir til manneldis en sýna ekki merki um sjúkdóma sem geta smitast í menn eða dýr
  • Húðir og skinn, hófar/klaufir og horn, svíns burstar og fjaðrir frá dýrum sem er slátrað í sláturhúsum og teljast hæf til slátrunar til manneldis
  • Blóð frá öðrum dýrum en jórturdýrum sem er slátrað á sláturhúsum og teljast hæf til manneldis
  • Aukaafurðir dýra frá framleiðslu vara sem eru ætlaðar til neyslu, þ.á.m. fituhreinsuð bein og fitutólg
  • Vörur úr dýraríkinu eða matur úr dýraríkinu sem ekki er lengur talinn hæfur til manneldis af viðskiptalegum ástæðum
  • Gæludýrafóður og annað fóður úr dýraríkinu eða inniheldur aukaafurðir úr dýrum og er ekki lengur ætlað til fóðurs af viðskiptalegum ástæðum
  • Blóð, fylgjur, ull, fjaðri, hár, horn, hófar/klaufir og broddur frá dýrum sem ekki hafa sýnt nein merki um sjúkdóma sem geta smitast í menn eða dýr
  • Sjávardýr og hlutar þeirra, að undanskildum sjávarspendýrum, sem ekki hafa sýnt merki um sjúkdóma sem geta smitast í menn eða dýr
  • Aukaafurðir dýra frá sjávardýrum sem falla til á starfsstöðvum sem framleiða matvæli
  • Eldhúsúrgangur og matarafgangar frá heimilum og veisluþjónustum
  • Blöndun mismunandi áhættuflokka

Líforkuver á Dysnesi tekur einungis við efni úr áhættuflokki 1 (CAT1)


Líforkuverið mun til að byrja með aðeins taka við dýrahræjum og aukaafurðum dýra sem falla undir áhættuflokka 1 og 2. Líforkuverið er sértaklega hannað með vinnslu dýraleifa í huga, þar sem mögulegt smitefni er óvirkjað.

 

Líforkuverinu er ætlað að taka við dýrahræjum af öllu landinu í efsta áhættuflokki, en getur einnig tekið við meira efni ef upp koma áföll, s.s. riða eða aðrir dýrasjúkdómar sem krefjast þess að skorið sé niður. Það er mikilvægt hverju landi að geta tekist á við slík áföll með skilvirkum hætti.