Efni sem líforkuver á Dysnesi tekur við
Áhættuflokkar aukaafurða dýra er skipt í þrjá flokka
Úrgangurinn sem um ræðir er skipt niður í þrjá áhættuflokka (CAT 1, CAT 2 og CAT 3). Flokkunin byggir á mögulegri sýkingarhættu fyrir menn eða önnur dýr. CAT 1 er hæsti áhættuflokkurinn en úrgangur flokkaður sem CAT 3 hefur minnstu sýkingarhættuna.
Vert er að benda á að ef afurðir úr þessum flokkum blandast saman ræður hæsti áhættuflokkurinn blöndunnar til um hvernig skuli meðhöndla afurðirnar.
Frekari upplýsingar um áhættuflokka má finna á vef
MAST.
Líforkuver á Dysnesi tekur einungis við efni úr áhættuflokki 1 (CAT1)
Líforkuverið mun til að byrja með aðeins taka við dýrahræjum og aukaafurðum dýra sem falla undir áhættuflokka 1 og 2. Líforkuverið er sértaklega hannað með vinnslu dýraleifa í huga, þar sem mögulegt smitefni er óvirkjað.
Líforkuverinu er ætlað að taka við dýrahræjum af öllu landinu í efsta áhættuflokki, en getur einnig tekið við meira efni ef upp koma áföll, s.s. riða eða aðrir dýrasjúkdómar sem krefjast þess að skorið sé niður. Það er mikilvægt hverju landi að geta tekist á við slík áföll með skilvirkum hætti.